Frábært verð á DPF (Diesel Particulate Filter) síum, EGR ventlum og hvarfakútum.

Sendu bara bílnúmerið á okkur og við komum með verð í hlutinn. 

- DPF síur -
- EGR ventill -
 - Hvarfakútur - 

Þrif, forritun og skipti á öllu í DPF kerfinu á bílnum þínum.

  • Við tryggjum að við þrífum meira en 90% af sóti og ryki í sótsíunni (e. DPF)

  • Sótsían þín verður þrifin og komin í lag eins og ný

  • Ekki aðeins sparneyttari aðgerð heldur einnig góð í þágu umhverfisins

  • 12 mánaða ábyrgð

  • Við sækjum og skilum DPF í Reykjavík og á Akureyri

 

Verð fyrir minni bíla frá 45.000 kr

Verð fyrir stærri bíla frá 65.000 kr

Þrif ferlið er framkvæmt fyrir utan bílinn. Áætlaður vinnu tími er 1-2 dagar.

Tilgangur Sótsíunar (e. DPF)

Sótsían (DPF = Diesel Particulate Filter) er hönnuð til þess að fjarlægja sót agnir frá útlosun pústkerfisins og hefur þetta kerfi verið sett í flest alla Dísel bíla frá árinu 2003 sem svar við reglugerð ESB í sambandi við mengunarmál. Eins og með allar síur, þá þarf sótsían að vera hrein og fín til þess að geta unnið almennilega, þannig að sótsían er hönnuð til þess að losa sig við sótið sem hún tekur í sig í ferli sem kallast endurnýjun.

 

Vandamál Sótsíurnar

Sótsían þarf að vera undir nákvæmu hitastigi til þess að endurnýjun geti átt sér stað og getur þetta aðeins átt sér stað þegar að bíllinn er heittur í langan tíma til dæmis í löngum ferðalögum. Ef vél bílsins eyðir mest af sínum tíma í að kveikja og slökkva á sér, og þá sérstaklega í miklum kulda, þá endurnýjar sótsían sig ekki eins og hún á að gera. Í þeim tilfellum þá getur sían stíflast og getur sían ekki endurnýjað sig sjálf. Ekki aðeins er bíllinn að menga meira, heldur einnig missir hann kraft en eyðir á sama tíma meira eldsneyti.

 

Hvernig Skal Koma Í Veg Fyrir Vandamálið

Ef þú veist að þú ert aðalega að keyra stuttar vegalengdir, þá er ráðlagt að einstaka sinnum (sirka einu sinni í mánuði) að leyfa vélini að vera í gangi aðeins til þess að leyfa vélinni til að ná réttu hitastigi til þess að DPF kerfið geti endurnýjað sig. Ef vandamál eru þegar komin, t.d. stíflun eða svipað, þá er of seint að láta reyna á endurnýjun.

 

Fast Parts Lækningin

Við gætum bjargað sótsíunni, þar sem oft er mikill kostnaður að skipta um hana. Við getum tekið fulla skoðun á bílnum og komist að orsökum bilunarinnar. Það fer eftir hvað reynist vera að bílnum, en við getum skipt út biluðum hlutum eða tekið fullt þrif á Sótsíunni.

Skoðun: Það gæti verið að skynjari væri farinn þegar að DPF ljósið kemur í mælaborðið eða stífla í pústi. Okkar nákvæmu skoðanir komast að vandamálinu fyrir þig ef það er í DPF kerfinu.

Sótsíu Þrif: Ef skynjarar og annað er allt í lagi, þá bendir allt á að sótsían sjálf þurfi þrif. Kolefnislausn er sprautað inn í Sótsíana og dregur í sig óhreynindin á meðan að við keyrum bílinn kyrrsettan. Síðan er Sían „flush-uð“ með öðru hreinsiefni sem er sprautað inn.

Sótsíu Greining: Við tryggjum það að ferlið hafi virkað og þá greinum við aftur DPF kerfið með því að kanna að allt sé að virka eins og það á að virka í gegnum aksturspróf okkar og tryggjum að allt virki í gegnum tölvulestur á bílnum.

 

Sótsíu spjallið : Heyrið í okkur í dag ef það er eitthvað vandamál tengt DPF kerfinu og við kippum því í lag fyrir þig.

Alltaf hægt að hringja í 7888897 fyrir frekari upplýsingar eða hafa samband í gegnum Facebook eða netfangið pantanir@fastparts.is