top of page

Stórir eða litlir hlutir ekkert mál. Vélar, skiptingar, gírkassar, mælaborð, loftbúðar, öryggisbelti, tölvuheilar. 

Frábært úrval og ennþá betra verð af Boddý-hlutum, ljósum og speglum.

 

Ef þú getur ekki fundið neina varahluti sem vantar hjá varahlutaverslunum hér á landi - heyrðu þá í okkur og við könnum hvort við getum flutt hann inn fyrir þig.

Fast Parts er verslun á netinu fyrir notaða varahluti. Þú þarft ekki að eyða tímanum í að hringja partasölur, við finnum notaðan varahlut fyrir þig. Við sameinum marga áreiðanlega partasölur víðsvegar um Evrópu og getum boðið upp á mikið úrval varahluta og þú færð myndir, lýsingar og verð. Hvort sem þig vantar bodý hluti, vélar, felgur, vatnskassa, ljós eða aðra hluti, við finnum þá hratt og örugglega.

Varahlutirnir hjá okkur eru flokkaðir flokkaðir eftir gæðum: A / A- / B.

Flokkur A:

Hluturinn er skoðaður og er ekki með neina galla, hægt að nota hann án frekari viðgerða.

Flokkur A-:
Hluturinn er í eðlilegu ástandi miðað við aldur og notkun. Hlutur gæti verið með rispur, beyglur eða slit á yfiborði.

Flokkur B:
Hluturinn er í nothæfu ástandi og mun þjóna hlutverki sínu, en það eru augljósir gallar á honum.

Sendu okkur plötunúmer bílsins og lista yfir það sem þig vantar og við gefum þér tilboð. Ef þú hefur einhverjar spurningar hvort að notaðir varahlutir séu rétta leiðin fyrir þig, geturu alltaf haf samband við ráðgjafa okkar og við leysum úr því. Það mikilvægasta fyrir okkur er að við finnum varahlutinn sem þig vantar með sem minnstum tilkostnaði og stressi sem völ er á.

Fyrir verðfyrirspurn endilega hafið samband við okkur í 7888897 eða á pantanir@fastparts.is 

fastparts.is | bílavarahlutir á netinu

bottom of page