fastparts | Stýrismaskínur
top of page

Stýrismaskínur

Við erum með mikið úrval af stýrismaskínum og stýrisdælum á topp verði í allskonar bíla. 

 

Einkenni slæmrar eða bilandi stýrismaskínu / stýriskassa
Stýrismaskínan er ef svo má segja hjarta stýriskerfisins, þegar það slitnar eða bílar alveg er orðið hættulegt að aka bílnum.
Hér eru nokkur einkenni eða viðvörunarmerki sem láta í ljós á mögulegu vandamáli í stýrismaskínunni.

 

1. Stýrið er mjög stíft.
Þegar stýrið er orðið stíft eða erfiðara að beygja en á að vera er ástæðan oftast sú að stýrismaskínan eða stýriskassin byggir upp meiri hita eða tap þrýsting frá vökvastýrisbúnaðinum. Í sumum tilfellum er nóg að bæta við vökvastýris vökva eða minni háttar stillingaratriði sem getur leyst vandamálið og lengt líftíma stýrismaskínunnar.

 

2. Vökvi lekur frá stýrismaskínu.
Eins og kemur fram hér að ofan getur vandamálið verið skortur á vökva í stýrismaskínu. En þar sem stýrisbúnaðurinn er vökvadrifinn (hydraulic system) þá minnkar ekki vökvinn á kerfinu nema að það sé leki einhversstaðar í kerfinu. Um leið og það byrjar að leka þýðir það að einhversstaðar er festingar lausar, rofinn pakkning eða önnur vélræn vandamál sem er að valda lekanum og þarf að laga eins fljótt og hægt er.

 

3. Grófur hávaði þegar verið er að stýra bílnum.
Lélegur stýriskassi eða stýriskassi sem er við það að bila stafar oftast nær af skorti á réttri umhyrðu svo sem smurningu og þjónustu. Umframhiti veldur því að málmur snertist við mál og skapar þannig hávaðann þegar beygt er til hægri eða vinstri. Þú tekur eftir þessu ef þú beygir og hittir á vegahrindrun, eins og þegar þú keyrir út á götu. Ef þú tekur eftir þessu hljóði þegar þú beygir til hægri eða vinstri skaltu hafa samband við verkstæði svo hægt sé að greina og leysa vandamálið og skipta um stýriskassa ef þörf krefur.


Alltaf hægt að hringja í 7888897 fyrir frekari upplýsingar eða hafa samband í gegnum Facebook eða netfangið pantanir@fastparts.is 

fastparts.is | bílavarahlutir á netinu

bottom of page